Námskeið á Akureyri

Í febrúar verður boðið upp á námskeiðið „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik“ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið verður 12. - 13. febrúar 2018 frá 09:00 - 15:00 báða dagana.

Þetta námskeið er nýtt í námskeiðsflóru Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og var fyrst haldið á vorönn 2017. Námskeiðið er ætlað foreldrum, aðstandendum og þeim sem starfa með ungmennum frá 13 ára aldri. Hér má nefna kennara, sérkennara, námsráðgjafa, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa sem starfa innan grunn- og framhaldsskóla og fleiri. Einnig ráðgjöfum hjá skóla- og félagsþjónustu sveitarfélaga auk fagfólks innan heilsugæslu.

Hér má lesa nokkur ummæli frá þátttakendum um námskeiðið:

  • Mjög fróðlegt og skýrt sett fram á „mannamáli“.
  • Farið yfir einhverfuna út frá öllum sjónarmiðum. Góð innsýn í hlutina.
  • Farið yfir flest sem skiptir máli. Fyrirlesarar allir frábærir, efni vel uppsett.
  • Mannlegt. Samtal við þátttakendur. Reynt að upplýsa um marga góða hluti.

Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Símenntunar, sjá nánar hér.