Nægt pláss í streymi!

Nú eru sæti í sal nánast uppseld á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, sem að þessu sinni er haldin að hausti, þann 10. og 11. september næstkomandi. Hinsvegar er nóg pláss fyrir fólk sem vill taka þátt í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar þetta árið er Mennt er máttur - Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum og er dagskráin er stútfull af fyrirlestrum sem eiga erindi við alla sem sinna umönnun barna með sérþarfir.
Verð til þátttakenda í streymi er aðeins 10 þús. kr. fyrir báða dagana.
Dagskrá og skráningu má finna hér.