Málþing um stefnumótun smáríkja á sviði sjaldgæfra sjúkdóma

Miðvikudaginn 30. maí næstkomandi verður haldið málþing um stefnumótun smáríkja á sviði sjaldgæfra sjúkdóma í Þjóðminjasafninu. Málþingið er á vegum Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands og fjallar um einn hluta verkefnisins SMSHealth. Fjallað verður um stefnumótun smáríkja hvað varðar sjaldgæfa sjúkdóma og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar. 

SMSHealth er rannsóknarverkefni sem styrkt er af Erasmus+ rannsóknasjóði Evrópusambandsins og beinist að áhrifum Evrópulöggjafar og Evrópusamrunans á heilbrigðiskerfi smáríkja í Evrópu. 

Dagskrá málþingsins

Tími: 8:30 - 15:30

Staðsetning: Þjóðminjasafnið

Skráning á málþingið.