Málþing: Aðgengi að réttlæti

Málþing: Aðgengi að réttlæti
Málþing: Aðgengi að réttlæti

Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings föstudaginn 9. nóvember.

Málþingið nefnist „Aðgengi að réttlæti“ verður á Grand Hóteli og stendur frá 09:00-15:00. Það er ætlað öllu áhugafólki um málefnið. Rýnt verður í mikilvæga þætti sem varða dómskerfið, aðgengi að réttlæti, réttarkerfið og áhrif fatlaðs fólks á lagasetningar. 

Ráðstefnugjald er kr. 7500 og skráning stendur yfir til miðnættis fimmtudaginn 8. nóvember.

Mikilvægt!
Til þess að skráning teljist gild þarf: 

  • að fylla út skráningareyðublað sjá hér
  • að greiða á öruggri greiðslusíðu Valitors sjá hér

Hafi skráningargjald ekki verið greitt áður en skráningu lýkur er litið svo á að skráning hafi verið dregin til baka.

Dagskrá málþingsins