Laust starf iðjuþjálfa hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð

Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Langtímaeftirfylgd sinnir fötluðum börnum og unglingum sem ætla má að þurfi sérhæfða þjónustu til lengri tíma. Þjónusta sviðsins er þverfagleg og tekur mið af þörfum barna og fjölskyldum þeirra. Byggt er á teymisvinnu með áherslu á fjölskyldumiðaða þjónustu.

Starfssvið

  • Mat, ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna og unglinga með alvarleg þroskafrávik
  • Samvinna og ráðgjöf til barna, fjölskyldna þeirra og annarra fagaðila, varðandi daglega færni, notkun hjálpartækja, aðgengismál og fleira
  • Mat á færni, aðlögun og aðgengi í samvinnu við aðra fagaðila
  • Þátttöku í fræðslu- og rannsóknarstarfi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þekking og áhugi á tölvu- og tæknitengdum lausnum er æskileg

Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar gefa Ingólfur Einarsson sviðsstjóri (ingolfur@greining.is), Hrönn Björnsdóttir (hronnbj@greining.is) eða Marrit Meintema (marrit@greining.is) verkefnastjórar hjá langtímaeftirfylgd í síma 510 8400. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á hronnbj@greining.is fyrir 10. mars 2020. Öllum umsóknum verður svarað. Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um. 

Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra, sjá nánar á www.greining.is.Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.