Laus sæti á námskeiðinu Náttúruleg kennsla

Það eru laus sæti á námskeiðið Náttúruleg kennsla sem haldið verður 21. febrúar næstkomandi í Gerðubergi, Reykjavík. Námskeiðið er ætlað fagaðilum, starfsfólki á leikskólum sem sinna stuðningi við börn með þroskafrávik og aðstandendum. Námskeiðið nýtist öllum en fagaðilum er sérstaklega ráðlagt að sitja námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik. 

Fjallað verður um hvað náttúruleg kennsla er og hvernig er hægt að nýta hana til að ýta undir þroska barnsins. Kynntar verða leiðir til að kenna börnum nýja færni í tjáningu og félagsfærni og draga úr óæskilegri hegðun í daglegum aðstæðum. Farið er yfir hvernig er hægt að nýta daglegar aðstæður til að skapa tækifæri til markvissrar kennslu. Þátttakendur fá í hendurnar verkfæri til að kenna barninu í daglegum aðstæðum. Jafnframt verður farið yfir hvernig er hægt að halda utan um kennsluna, skoða og skrá framfarir. 

Nánari upplýsingar og skráning hér. 


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði