Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Laus sæti á námskeiðið Skólafólk, ráð og leiðir
Það eru laus sæti á námskeiðið Skólafólk, ráð og leiðir sem haldið verður 20. mars nk. en námskeiðið er ætlað starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem eru með nemendur með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Miðlað verður hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum til að vinna með börnum með frávik í taugaþroska. Farið verður í fyrirbyggjandi aðferðir, hvernig æskileg hegðun er gerð sýnilegri í skólastarfinu og einblínt á jákvæðar aðferðir.
Lýsing námskeiðs:
Nemendur með frávik í taugaþroska eru allskonar og þurfa aukinn skilning og þekkingu frá umhverfi sínu. Mikið af hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum eru til og verða kynntar á þessu námskeiði. Fyrst verður farið í fyrirbyggjandi aðferðir, hvernig við gerum æskilega hegðun sýnilegri í skólanum og einblínt á jákvæðar aðferðir. Mælt er með að horfa á styrkleika og áhugamál nemenda en auk þess mikilvægt að skoða hvernig við tökumst á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu.
Æskilegt er að þátttakendur sem vinnukerfi nota í sínu starfi með nemendum ( t.d. umbunarkerfi, námskerfi, sjónrænt skipulag, félagsfærnisögur) hafi þau meðferðis.