Laus pláss í Systkinasmiðju 12. og 13. febrúar!

Systkinasmiðja verður haldin á Ráðgjafar- og greiningarstöð helgina 12. og 13. febrúar  nk.,  kl. 12.00 - 15.00 báða dagana og það eru enn laus pláss. Systkinasmiðjan er  fyrir krakka á aldrinum  8  -  14  ára  sem eiga það  sameiginlegt  að  eiga  systkini með  fötlun.  Systkini leysa saman  ýmis  verkefni,  ræða  um  stöðu  sína innan  fjölskyldunnar,  skólans  og meðal vina. 

Rætt er um hvernig við leyst er úr erfiðleikum sem  verða á  vegi barnanna,  meðal annars  vegna systkina þeirra og  margt  fleira. Þessir þættir eru nálgaðir meðal  annarra  í gegnum  ýmsa skemmtilega  leiki  og  verkefni  þar sem aðalatriðið  er  að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og  tjái  sig á þann hátt sem því hentar best og hafi gaman af.