Laus pláss á námskeiðið Kynheilbrigði í fjarkennslu 10. janúar

Ráðgjafar- og greiningarstöð (nýtt nafn fyrir Greiningar- og ráðgjafarstöð frá 1. janúar sl.) vekur athygli á að námskeiðið Kynheilbrigði verður haldið í fjarkennslu þann 10. janúar nk. og er þar af leiðandi hentugt fyrir fólk á landsbyggðinni og aðra sem ekki eiga heimangengt.

Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem sinnir kennslu, þjálfun og umönnun barna með þroskafrávik á grunn- og framhaldsskólastigi. 

Fjallað er um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu. Þá er einnig farið inn á atriði sem tengjast netnotkun. Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og umræðum. 

Skráning fer fram hér, á biðlista en það eru næg laus pláss.