Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I - skráning hafin.

Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðunum Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I.
Kynþroskaárin er eingöngu ætlað foreldrum/aðstandendum barna með þroskafrávik sem eru á aldrinum 10-18 ára. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um kynþroskann og helstu áskoranir og álag sem foreldrar/aðstandendur upplifa oft í kringum þetta aldursskeið í lífi barna sinna.
Kynheilbrigði I er ætlað starfsfólki sem sinnir kennslu, þjálfun og umönnun barna með þroskafrávik á grunn- og framhaldsskólastigi. Á námskeiðinu er fjallað um kynheilbrigði og kynfræðslu, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu. Kynheilbrigði I er undanfari Vinnustofu - Kynheilbrigði II en nánari upplýsingar um vinnustofuna má finna hér.

Allar nánari upplýsingar má finna hér.