Könnun: Vilt þú leggja þitt af mörkum til að bæta þjónustu við fullorðið fólk á einhverfurófi á Íslandi og víðar í Evrópu?

Einhverfa í Evrópu
Einhverfa í Evrópu

Verkefnið „Einhverfa í Evrópu“ (e. Autism Spectrum Disorders in the European Union – skst. ASDEU) er samstarfsverkefni 14 landa þar á meðal Íslands. Þú getur kynnt þér ASDEU verkefnið nánar með því að smella hér. 

Fjöldi fullorðinna á einhverfurófi sem hefur þörf fyrir ýmis konar stuðning í daglegu lífi er vaxandi. Við vitum ekki nægilega mikið um þá þjónustu og umönnun sem þegar er til staðar fyrir einhverfa né heldur hversu vel nærsamfélag fólks er í stakk búið til að veita þjónustuna hér á landi og víðar.

Þú getur lagt okkur lið með því að svara spurningakönnun á netinu og þátttaka þín er afar mikilvæg!

Upplýsingar um könnunina:
Til að svara spurningakönnuninni þarftu að vera 18 ára eða eldri á einhverfurófi, vera foreldri eða aðstandandi einstaklings á einhverfurófi eða fagaðili (t.d. félagsráðgjafi, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, geðlæknir eða sálfræðingur) sem starfar við málefni fullorðinna einhverfra þar með talið umönnun, stuðning eða þjónustu almennt.

Svör þín verða ekki persónugreinanleg og ekki verður hægt að rekja þau til þín á nokkurn hátt. Leyfi Vísindasiðanefndar (VSN-17-122) liggur fyrir. Það tekur 10-30 mínútur að svara spurningalistanum allt eftir því hver reynsla þín er af mismunandi þjónustuþáttum. Þú getur hætt þátttöku hvenær sem er.

Spurningakönnun fyrir fullorðna á einhverfurófi sem eru 18 ára og eldri smellið hér.

Spurningakönnun fyrir foreldra eða aðra aðstandendur fullorðinna einhverfra smellið hér.

Spurningakönnun fyrir fagfólk sem starfar við málefni eða þjónustu fullorðinna á einhverfurófi smellið hér.

Við erum þér afar þakklát fyrir að gefa þér tíma og hjálpa okkur við að gera þjónustu við fullorðið fólk á einhverfurófi betri!

Fyrir hönd ASDEU hópsins á Íslandi,
Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi MPM
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digransesvegi 5, 200 Kópavogi
s: 510 8400, thora@greining.is