Klókir litlir krakkar - námskeið á vorönn

Námskeiðið „Klókir litlir krakkar“ sem ætlað er foreldrum barna á einhverfurófi á aldrinum 4 - 8 ára (fædd 2010-2014) verður á dagskrá vorannar 2018 og hefst fimmtudaginn 22. febrúar n.k.

Námskeiðið hefur verið notað til þess að draga úr kvíðaeinkennum hjá börnum, bæði hérlendis og erlendis um árabil með góðum árangri. Markmið námskeiðs er að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni barna sinna og draga úr óöryggi þeirra.

Námskeiðið er haldið á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og hefur verið aðlagað að þörfum foreldra barna á einhverfurófi.

Foreldrar sem vilja skrá sig á námskeiðið eru beðnir um að senda tölvupóst á Ingibjörgu S. Hjartardóttur, ingibjorghj@greining.is, með eftirfarandi upplýsingum: Nafn barns, kennitala, nafn foreldra, símanúmer og netfang.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www. greining.is og í meðfylgjandi auglýsingu.