Klókir krakkar – fyrir börn á einhverfurófinu og foreldra þeirra

Námskeiðið Klókir krakkar verður haldið á haustönn 2020 frá 2. september til 9. desember (eftirfylgd) en námskeiðinu er ætlað 11-13 ára börnum (fæddum 2007-2009) sem eru með greiningu á einhverfurófinu og foreldrum þeirra.

Nánar um námskeiðið:

Hverjum er námskeiðið ætlað? 
Ætlað 11-13 ára börnum (fædd 2007-2009) sem eru með greiningu á einhverfurófinu og foreldrum þeirra.

Hámarksfjöldi þátttakenda:
Hámarksfjöldi á þessu námskeiði er 10 börn og foreldrar þeirra.

Lýsing:
Námskeiðið er aðlöguð útgáfa af Klókum krökkum sem hefur verið notað sem meðferð við kvíða barna hérlendis og erlendis um árabil með góðum árangri. Námskeiðið byggist á hugrænni atferlismeðferð. Áhersla er á að foreldrar læri viðeigandi leiðir til að taka á kvíða barnanna og að börn fái leiðir til að hafa áhrif á sinn kvíða.

Í upphafi eru inntökuviðtöl, þar sem lagðir eru fyrir listar sem meta kvíðaeinkenni. Við lok námskeiðs eru aftur lagðir fyrir listar.

Námskeiðið er vikulega á miðvikudögum í 9 skipti, 1 ½ tími í senn, frá kl. 14.30 – 16.00. Í framhaldinu eru 3 tímar með lengra millibili. Í upphafi og enda hvers tíma eru foreldrar og börn saman en annars vinna þau í sitthvoru lagi.

Markmið:
- að foreldrar læri aðferðir sem gagnast til að draga úr kvíða hjá börnum sínum
- að börnin tileinki sér aðferðir sem gagnast til að hafa áhrif á eigin kvíða

Verð: 
29.300 kr (báðir foreldrar og barn), 23.600 kr (annað foreldrið og barn).

Staðsetning: 
Námskeiðið er kennt í húsnæði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar við Digranesveg 5.

Skráning:
Frekari upplýsingar fást í síma 510-8400 eða með því að senda fyrirspurn á neðangreind netföng. Umsækjendur sendi tölvupóst á: kata@greining.is eða thelma@greining.is með upplýsingum um nafn barns, nafn foreldra, netföng og símanúmer.

Umsjón: Katrín Einarsdóttir og Thelma Rún van Erven sálfræðingar.

Dagskrá haust 2020

1. tími 02.09   Almennt um kvíða og námsskeiðið
2. tími 09.09   Lært að slaka á
3. tími 16.09   Slökun, ímynduð berskjöldun og kvíðahugsanir
4. tími 23.09   Hjálplegar hugsanir
5. tími 30.09   Að ná stjórn á ótta og áhyggjum
6. tími 07.10   Kvíðastigar
7. tími 14.10   Hugrekki í stað kvíðahegðunar
8. tími 21.10   Félagsfærni og berskjöldun
9. tími 28.10   Meira um kvíðastiga

Eftirfylgdartímar

10. tími 11.11 Meira um berskjöldun
11. tími 25.11 Að viðhalda árangri og bakslög
12. tími 09.12 Yfirferð markmiða og ný markmið sett