Umsóknarfrestur framlengdur: Iðjuþjálfi óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Iðjuþjálfi óskast á Greiningar- og ráðgjafarstöð
Iðjuþjálfi óskast á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Iðjuþjálfi óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Um er ræða afleysingastöðu á fagsviði langtímaeftirfylgdar, til að minnsta kosti sex mánaða, með möguleika á fastráðningu seinna. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall og gott að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Starfssvið: Mat, ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna og unglinga með alvarleg þroskafrávik. Samvinna og ráðgjöf til barnanna, fjölskyldna þeirra og annarra fagaðila, varðandi daglega færni, notkun hjálpartækja, aðgengismál og fleira. Vinna í þverfaglegu teymi. Gert er ráð fyrir þátttöku í fræðslustarfi stofnunarinnar.

Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi  5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á ingolfur@greining.is fyrir 20. mars 2018. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjá nánar auglýsingu á Starfatorgi