Hugmyndafundur ungs fatlað fólks 29. apríl

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna stendur fyrir hugmyndafundi ungs fólks þann 29. apríl. Viðburðurinn ber heitið Okkar líf - okkar sýn, en tilgangur fundarins er að hlusta á raddir fatlaðra ungmenna, systkina þeirra og ungmenna sem eiga fatlaða foreldra.

Afar mikilvægt er að gefa þessum hópi tækifæri til þess að segja frá sinni upplifun og hugmyndum. Málefnahópurinn mun í framhaldi koma hugmyndum ungmennanna á framfæri við stjórnvöld. Umræðuefnið að þessu sinni verður, skólakerfið, íþróttir og tómstundir, aðgengi, samfélag og þátttaka og fræðsla.

Hverjir geta tekið þátt ?
Ungt fatlað fólk, systkini þeirra og þau sem eiga fatlaða foreldra.

Aldur þátttakenda: 13 til 18 ára.

Hvenær og hvar ?
Föstudaginn, 29. apríl 2022 kl. 10-15 á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík.

Hvað kostar ?
Frítt er á viðburðinn og ÖBÍ býður upp á hádegismat og aðrar veitingar. Komið verður til móts við ferðakostnað ungmenna af landsbyggðinni.

Hvar skrái ég mig ?

Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is · Nánari upplýsingar veitir Þórdís Viborg hjá ÖBÍ. Netfang: thordis@obi.is · Sími: 530 6700