Greiningar- og ráðgjafarstöð opnar aftur 4. maí

Greiningar- og ráðgjafarstöð opnar aftur mánudaginn 4. maí og hefðbundin starfsemi fer smátt og smátt aftur í eðlilegt horf. Hér eru mikilvæg skilaboð til foreldra vegna fyrirhugaðra þverfaglegra athugana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, á tímum Covid-19. (english, polska, tagalog)

Til að draga úr smithættu eru eftirfarandi tilmæli sett fram:

  • Að foreldrar og barn/ungmenni mæti á boðuðum tíma
  • Að foreldrar og barn/ungmenni gefi sig ekki fram í afgreiðslu, heldur bíði á biðstofu þar til sérfræðingur kemur og sækir þau
  • Að systkini barnsins/ungmennisins séu ekki með í för
  • Að einungis annað foreldri sé með í för, nema ef um er að ræða viðtal við foreldra
  • Að fyllsta hreinlætis sé gætt og foreldrar og barn/ungmenni þvoi sér um hendur og spritti um leið og komið er inn í hús Greiningar- og ráðgjafarstöðvar
  • Að gæta þess eins og kostur er að hafa a.m.k. 2 metra á milli fólks
  • Að heilsa ekki með handabandi

Mjög mikilvægt: Vinsamlega ekki koma í boðaðan tíma á Greiningar- og ráðgjafarstöð ef foreldrar eða barn/ungmenni hafa fundið fyrir einhverjum einkennum sem gætu bent til Covid-19, eins og einkennum inflúensu eða kvefs, verið með beinverki, hita eða þurran hósta eða misst bragð- og lyktarskyn. Hringið þess í stað í síma 510-8400 til að fá nánari upplýsingar og nýjan tíma. Verði starfsmaður var við að foreldrar eða barn/ungmenni komi í athugun með einhver einkenni af þessu tagi verða þau send heim og athugun frestað.