Greiningar – og ráðgjafarstöð í samstarf með Karin Dom

Samstarfsverkefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og Karin Dom í Búlgaríu hefst með formlegum hætti í janúar 2020. Karin Dom er sjálfseignarstofnun í borginni Varna sem þjónar fötluðum börnum og aðstandendum þeirra með sérstaka áherslu á menntun án aðgreiningar. Verkefnið er fjármagnað af sjóði á vegum Evrópska efnahagssvæðisins sem styrkir verkefni í löndum í austurhluta Evrópu og heitir „Active Citizenship Funds Bulgaria, European Economic Area Financial Mechanism 2014-2021“.

Samstarfsverkefnið felur í sér yfirfærslu á sérþekkingu til að þróa aðferðir og leiðbeiningar til að styðja opinberar stofnanir og félagsþjónustu í Búlgaríu. Markmiðið er að efla foreldra og aðra sem koma að málum barna til að skilja betur sérþarfir þeirra og að aðstoða við að byggja upp þjónustu varðandi snemmtæka íhlutun og menntun fyrir alla.

Haldnir verða vinnufundir og munu bæði sérfræðingar frá Karin Dom koma í heimsókn til Íslands og einnig munu aðilar frá Greiningar-og ráðgjafarstöð heimsækja Búlgaríu. Markmiðið er að þróa aðferðir og leiðbeiningar til að greiða leið barna með sérþarfir inn í almenna leikskóla og grunnskóla. Lögð er áhersla á að efla foreldra í uppeldishlutverkinu með fræðsluefni, einnig verður útbúið fræðsluefni fyrir kennara og aðra fagaðila sem koma að málum barna með sérþarfir. Áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf og sett verður af stað tilraunaverkefni þar sem fræðsluefni og aðferðir verða þróaðar. Haldin verða opin hús hjá Karin Dom í fjögur skipti þar sem verður boðið upp á vinnu með foreldrum og börnunum, bæði í hóp og einstaklingslega auk þess sem handleiðsla verður veitt til foreldra og fagaðila. 

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið hér // Click here for more information about the project. 

Viðbótar upplýsingar á ensku // more information about the project in English: 

The project “Transfer of practices to improve the support for children with special needs and their families towards inclusive education” is implemented with the financial support of 146 175 euro, provided by Iceland, Liectenstein and Norway under the EEA Financial mechanism. The aim of the project is exchange of knowledge and expertise with Icelandic organization to develop methods and guidelines to support civil society organizations and providers of social services in Bulgaria, empower parents and other activists to better understand the child’s condition and assist him in developing and piloting the service, which created an opportunity for early guidance and support for children with special needs.