Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna 13-18 ára með ADHD

Skráning stendur yfir á hið fræðslunámskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 17. apríl og 24. apríl 2021.  Námskeiðið er bæði sent út beint í gegnum fjarfundabúnað sem og haldið í raunheimum. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað ADHD er og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD. 

Sjá dagskrá og upplýsingar um skráningu hér: