Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára fer fram helgarnar 25. mars og 1. apríl. Kennslan fer fram á milli 10:00 og 15:00. Námskeiðið er í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð en fjarfundarbúnaður er einnig í boði fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á ADHD gróskunni og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nákomna. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Hver fyrirlestur er í 75 mínútur og reiknað er með góðum tíma í fyrirspurnir og umræður.

Nánari upplýsingar um fyrirlestrana, dagskránna og skráningu er að finna í hlekknum hér að neðan:
https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/namskeid-foreldrar-6-12-ara-barna


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði