Fræðsludagskrá haustannar RGR liggur fyrir

Fræðsludagskrá haustannar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir. Sem fyrr verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem henta bæði fólki sem starfa með fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir sem og foreldrum og öðrum aðstandendum. Námskeiðið Einhverfurófið - grunnnámskeið, sem er eitt vinsælasta námskeið RGR, verður haldið alls þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarkennslu. Önnur vinsæl og vel þekkt námskeið eru í sínum stað svo sem Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik, AEPS, færnimiðað matskerfi, Skipulögð kennsla (TEACCH), Tákn með tali, Kennum nýja færni og mörg fleiri. Dagskráin var komin á vefinn í sumarbyrjun en hefur tekið smávægilegum breytingum og er nú endanleg. 

Hér má sjá dagskrá haustannar 2022