Fræðin í forgrunni

BUGL ráðstefnan verður 11. janúar 2019
BUGL ráðstefnan verður 11. janúar 2019

Árleg ráðstefna Barna- og unglingageðdeildar LSH verður haldin þann 11. janúar 2019 á Grand Hótel Reykjavík. Að þessu sinni verður sjónum beint að gagnreyndum aðferðum við meðferð geðræns vanda hjá börnum og unglingum. 

Kynntar verða klínískar leiðbeiningar auk ýmissa meðferðarleiða innan og utan BUGL. Einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar er Tord Ivarsson prófessor við Gautaborgarháskóla en hann mun meðal annars fjalla um notkun klínískra leiðbeininga í Svíþjóð. 

Ráðstefnugjald kr. 15.000. Innifalið í verðinu eru ráðstefnugögn og hádegisverðarhlaðborð. Einnig verður boðið upp á morgun- og síðdegishressingu.

Dagskrá ráðstefnunnar

Skráning