Fötlun og innilokun: Hvernig tengjast sólarhringsstofnanir og fangelsi?

Fyrirlestur um fötlun og innilokun
Fyrirlestur um fötlun og innilokun

Fyrirlestur um þetta efni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 4. október næstkomandi klukkan 15.00. Þar mun Dr. Liat Ben-Moshe lektor í fötlunarfræði við University of Toledo í Bandaríkjunum fjalla um tengsl tveggja hreyfinga sem miða að því að aflétta innilokun fólks.

Önnur þeirra berst fyrir afnámi fangelsa en hin fyrir lokun sólahringsstofnana fyrir fólk sem skilgreint er með „þroskahömlun“ eða „geðræn veikindi“, og kennd er við afstofnanavæðingu.

Fyrirlesturinn verður á ensku

Nánari upplýsingar hér