Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar

Fjölmenningarþing í ráðhúsinu
Fjölmenningarþing í ráðhúsinu

„Tölum saman“ - fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í fmmta sinn laugardaginn 17. nóvember næst komandi. Þingið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur frá kl. 09:00-16:00. Það er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni erlendra íbúa og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 18.000 innflytjendur í borginni.

Málstofur á þinginu:
1.Fötluð börn af erlendum uppruna
2.Börn innflytjenda: uppeldi í nýju landi
3.Unglingar af erlendum uppruna: félagsleg þátttaka og vellíðan
4.Starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna: Samskipti á vinnustað
5.#Metoo bylting erlenda kvenna
6.Þátttaka í lýðræðissamfélaginu

Allar nánari upplýsingar á facebook viðburði