Er NPA eitthvað fyrir mig? - kynningarfundur

Er NPA eitthvað fyrir mig? kynningarfundur
Er NPA eitthvað fyrir mig? kynningarfundur

Opinn fræðslufundur um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) verður haldinn 18. september kl. 20, að Háaleitisbraut 11-13, fundarsal 4. hæð (í sama húsi og Sjónarhóll hefur aðsetur).

Fundurinn er á vegum CP félagsins. Starfsmenn NPA miðstöðvarinnar koma og fara yfir helstu þætti NPA og svara spurningum sem brenna á félagsmönnum.

NPA er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða því hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvað aðstoð er veitt við, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Allir velkomnir 

Sjá nánar á heimasíðu CP félagsins