Doktorsvörn í sálfræði

Doktorsvörn í sálfræði
Doktorsvörn í sálfræði

Nú á föstudaginn þann 14. desember ver Kristín Guðmundsdóttir doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Snemmtæk íhlutun dreifbýlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga: Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu.

Kristín lauk stúdentsprófi  frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og MS-prófi í atferlisgreiningu frá University of North Texas árið 2002. Hún hlaut sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA) árið 2003. Að loknu námi starfaði Kristín við atferlismeðferð einhverfra barna í Texas og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf við börn með sérþarfir í íslensku skólakerfi, m.a. við Skólaskrifstofu Austurlands. Kristín er lektor í sálfræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og hefur starfað þar síðan 2006.

Daníel Þór Ólason, prófessor og forseti Sálfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og stendur frá kl. 13:00-16:00. Athöfnin er öllum opin og aðgangur ókeypis.

sjá nánar frétt á vefsíðu Háskóla Íslands