Dagur einhverfu er 2. apríl

Dagur einhverfu - tileinkaður stúlkum og konum
Dagur einhverfu - tileinkaður stúlkum og konum

Alþjóðlegur dagur einhverfu er að þessu sinni tileinkaður stúlkum og konum á einhverfurófi. Af því tilefni beina Sameinuðu þjóðirnar sérstakri athygli að þeirri mismunun og áskorunum sem einhverfar konur mæta í lífinu.

Bent er á mikilvægi valdeflingar til að auka þátttöku þeirra á öllum sviðum samfélagsins ekki síst þegar kemur að stefnumörkun og ákvarðanatöku.

Fatlaðar stúlkur er ólíklegri en aðrar til að ljúka grunnskólagöngu og líklegri til að vera jaðarsettar eða vera neitað um aðgengi að menntun. Færri fatlaðar konur eru virkir þátttakendur á vinnumarkaði en fatlaðir karlar og ófatlaðar konur.

Á heimsvísu eru konur líklegri en karlar til að verða fyrir líkamlegu, kynferðislegu, andlegu og fjárhagslegu ofbeldi og mun hærra hlutfall fatlaðra kvenna upplifa kynbundið ofbeldi en ófatlaðar kynsystur þeirra. Mismunun og jaðarsetning þeirra grundvallast þannig bæði á kyni og fötlun. 

Sjá nánar á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna

Slóðir á málþing Sameinuðu þjóðanna 5 apríl kl. 14:00

Upptökur af málþinginu

Frétt á vefsíðu Einhverfusamtakanna

Blár apríl - styrktarfélag barna með einhverfu

Af vefsíðu BBC - frásagnir kvenna á einhverfurófi

Myndband frá einhverfusamtökunum í Bretlandi

Hlekkur á vefsíðu Autism Europe