Dagskrá námskeiða GRR á haustönn 2021 liggur fyrir!

Dagskrá námskeiða GRR á haustönn liggur nú fyrir. Sem fyrr geta bæði fagaðilar og aðstandendur barna með þroskaröskun og fötlun valið úr fjölda námskeiða til að mæta börnunum betur á vegferð þeirra. Námskeiðið "Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana, með áherslu á notkun CARS-2-ST" stundum einfaldelga kallað "CARS" er nú kennt eftir nokkur hlé vegna Covid-19 en önnur hefðbundin og vinsæl námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar eru á sínum stað, svo sem Atferlisíhlutun, AEPS, Skipulögð kennsla, Tákn með tali og mörg fleiri. Athygli er vakin á að námskeiðið Röskun á einhverfurófi - grunnnámskeið er kennt þrisvar sinnum á haustönn, þar af einu sinni í fjarkennslu. 

Hér má sjá dagskrá námskeiða á haustönn 2021, nánari upplýsingar og skrá sig.