Alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus

Alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus
Alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus

Í dag þann 25. október er alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus (í. hryggrauf og vatnshöfuð). Dagurinn er nýttur til að vekja athygli á málefnum þessa hóps og hér má sjá auglýsingar um ýmsa viðburði sem haldnir eru í ýmsum löndum í tilefni dagsins.

Í ár er markmiðið að auka vitund í samfélaginu á mikilvægi þess að hugað sé bæði að líkamlegri og andlegri heilsu fólks með hryggrauf og vatnshöfuð auk þess að hafa heilsu og vellíðan fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Kallað er eftir heildrænni nálgun í þjónustu og hvers kyns stuðningi við þennan hóp, þar með talið aðgengi að sálfræðingum og öðru fagfólki geðheilbrigðisþjónustunnar.

Hér á landi eru um 50 einstaklingar á ýmsum aldri með hryggrauf. Greiningar- og ráðgjafarstöð sinnir þjónustu við börn og unglinga í þessum hópi. Börn og foreldrar koma í reglulegar móttökur þar sem fylgst er með þroska, líðan, hreyfifærni og þörf fyrir aðlögun umhverfis og hjálpartæki er metin. Hér má finna vefbókina - Líf ungs fólks með hryggrauf. Hér má finna meistararitgerð Marrit Meintema sjúkraþjálfara en hún gerði rannsókn á faraldsfræði, heilsa og líðan meðal fullorðinna með hryggrauf.