Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis

Alþjóðlega Downs deginum fagnað á GRR
Alþjóðlega Downs deginum fagnað á GRR

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu árið 2011 að dagurinn skyldi hafa þetta hlutverk og dagsetningin er ekki tilviljun því Downs-heilkenni orsakast af þrístæðu á litningi 21. Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar fagnaði deginum með því að mæta til vinnu í ósamstæðum sokkum.

Félag áhugafólks um Downs-heilkenni fagnar að sjálfsögðu deginum, sjá www.downs.is

Ingólfur Einarsson barnalæknir Á Greiningar- og ráðgjafarstöð ritar grein í tilefni dagsins, sjá hér

Til hamingju með daginn!