Alþjóðlegi árveknidagurinn um Duchenne er í dag

Alþjóðlegi árveknidagurinn um Duchenne er í dag, 7. sept en það eru Heimssamtök um Duchenne sem standa fyrir deginum til að vekja athygli á Duchenne og Becker MB sjúkdómunum. Þemað í ár er Duchenne og fullorðisárin. 

Lífslíkur fólks með Duchenne hafa aukist verulega síðastliðna áratugi og því er tilvist fullorðinna einstaklinga með Duchenne ekki undantekning eins og áður var. Fullorðnir með Duchenne standa frammi fyrir nýjum áskorunum en en einnig nýjum tækifærum samhliða framförum í læknisfræði og umönnun. Heimsamtök um Duchenne vilja vekja athygli á og hvetja ungmenni og fullorðið fólk með Duchenne til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. 

Meira um daginn hér.