Laus sæti á þrjú námskeið um ungmenni með þroskaröskun í apríl

Það eru laus sæti á þrjú áhugaverð námskeið fyrir aðstandendur og fagfólk sem vinnur með ungmennum með þroskaraskanir á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í apríl. Öll námskeiðin verða kennd í fjarkennslu og henta því fólki vel sem býr um land allt. Kynheilbrigði I og Kynþroskaárin eru tvö námskeið um áþekkt efni en fyrir sitthvorn hópinn, þ.e. fyrir aðstandendur annars vegar og fagfólk hinsvegar. Þessi námskeið eru haldin 12. og 13. apríl næstkomandi. Það er sérlegur sérfræðingur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar um málefnið, María Jónsdóttir félagsráðgjafi sem kennir bæði námskeiðin.

Þann 15. og 16. apríl verður haldið tveggja daga námskeið sem ber heitir Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik en það er kennt af fjórum sérfræðingum um málefni ungmenna með þroskafrávík sem starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð, þeim Elínu Konráðsdóttur félagsráðgjafi, Helgu Kristínu Gestsdóttur iðjuþjálfa, Sigurrósu Jóhannsdóttur sálfræðingi og Thelmu Rún van Erven sálfræðingi.

Nánari upplýsingar um þessi námskeið má finna á hér.