Áhugaverð námskeið á vorönn 2020

Vorönn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er hlaðin áhugaverðum námskeiðum fyrir fagfólk, foreldra og aðra aðstandendur barna með þroskaraskanir og fatlanir.

Fyrsta námskeið vorannar er hið sívinsæla námskeið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið, sem hefst þann 20. janúar næstkomandi en önnur námskeið eru meðal annars: Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik, Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik, Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik og Tákn með tali - grunnnámskeið, svo nokkur séu nefnd.

Námskeiðin eru flest haldin í menningarhúsinu Gerðubergi í Breiðholti og kennarar eru sérfræðingar frá Greiningar- og ráðgjafarstöð.

Nánari upplýsingar um námskeiðin sem og upplýsingar um skráningu má finna hér