Aðgengi á Menningarnótt - kynningarfundur

Mánudaginn 13. ágúst verður haldinn kynningarfundur um aðgengi fyrir fatlaða á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 18. ágúst n.k. Allir eru velkominir á fundinn sem verður í Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12 og hefst kl. 16:00. Á fundinum munu skipuleggjendur hátíðarinnar segja frá aðgengi fyrir fatlað fólk, s.s. staðsetningu bílastæða, aðkomu ferðaþjónustu fatlaðra, salernismálum og hvaða möguleikar eru á að fara um svæðið. 

Á heimasíðu Menningarnætur má einnig finna helstu upplýsingar um bílstæði og fleira.