Önnur námskeið og viðburðir

Vinnustofur um náttúrulega kennslu

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða til tveggja vinnustofa um náttúrlega kennslu. Fyrirlesari er Dr. Karen Toussaint, BCBA-D. Fjallað verður um áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar og hvernig má kenna félagslega hegðun til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun.

PECS Myndrænt boðskiptakerfi - grunnnámskeið í september 2017

Dagana 14. -15. september næst komandi verður haldið grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) en það er óhefðbundin tjáskiptaleið þróuð fyrir einhverf börn. Sá sem notar PECS lærir að nota mynd til þess að biðja um hlut/athöfn og annað sem hann hefur þörf á að tjá sig um.

Special Care ráðstefna

Dagana 17. - 18. ágúst n.k. verður ráðstefnan Special Care 2017 haldin í Hörpu. Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum og hins vegar um munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir.

Myndrænt boðskiptakerfi PECS - framhaldsnámskeið

Þann 26. apríl verður framhaldsnámskeið í PECS. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum boðskiptakerfisins.

Myndrænt boðskiptakerfi PECS - grunnnámskeið í mars

Dagana 22. og 23. mars næst komandi verður haldið námskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) en það er óhefðbundin boðskiptaleið þróuð af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu.

Námskeið fyrir foreldra barna með greiningu á einhverfurófi

Blár apríl býður foreldrum barna sem nýlega hafa fengið greiningu á einhverfurófi upp á námskeið.

Íþróttaskóli ÍFR fyrir hreyfihömluð börn

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 24. september 2016 í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00 - 11:50. Skráning er á netfangið ifr@ifr.is. Lögð er áhersla á þátttöku hreyfihamlaðra barna á aldrinum fjögurra til tíu ára.

CAT-kassinn og CAT-appið

Námskeið um CAT-kassann og CAT-appið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi mánudaginn 12. september 2016, kl. 09:00 - 15:30.

Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn?

Fjölmennt heldur námskeiðið „ Að vera utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn“? Námskeiðið er fyrir fullorðið fólk, 20 ára og eldra sem hefur fengið greiningu á einhverfurófi á unglings- eða fullorðinsárum.

Grunnnámskeið í PECS

Grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) verður haldið dagana 8. og 9. september 2016, kl. 09:00 - 12:00 báða dagana.