Þú vinnur með ADHD - Málþing ADHD samtakanna 1. nóvember

ADHD samtökin efna til málþings á Grand Hótel, föstudaginn 1. Nóvember nk. um ADHD og vinnumarkaðinn. Yfirskrift málþingsins er „Þú vinnur með ADHD“. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD á vinnumarkaði. Boðið verður upp á fjölda fróðlegra fyrirlestra, m.a. kemur til okkar danskur atvinnuráðgjafi sem fer yfir ADHD á vinnumarkaði, áskoranir og styrkleika. Þá verður fjallað um kulnun í starfi hjá einstaklingum með ADHD og atvinnuráðgjafi hjá Virk segir frá nýju úrræði sem byggir á stuðningi út á vinnumarkað og eftirfylgd frá þverfaglegu teymi.

Þá mun einstaklingur með ADHD og stjórnandi fyrirtækis deila reynslu sinni af vinnumarkaðnum með málþingsgestum.

Málþingið er opið öllum en skráning fer fram á adhd.is

Dagskrá málþings verður þessi:

12:00 – 12:30                 Móttaka og skráning   
                 
12:30 – 12:35                 Setning málþings. Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna

12:35-12:45                    Ávarp félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason félags-og barnamálaráðherra

12:45 – 13:10                 Áhugahvöt og trú á eigin getu skiptir öllu! Anna Lóa Ólafsdóttir atvinnulífstengill og sérfræðingur hjá Virk.        

13:10- 14:10                   ADHD/ADD at work. Tine Hedegaard atvinnuráðgjafi,  ADHD samtökin Danmörku

14:10 – 14:35                 Reynslusaga einstaklings með ADHD af atvinnulífinu. Hjálmar Örn Jóhannsson

14:35  - 15:00                 KAFFI OG VEITINGAR

15:00  – 15:25                Kulnun í starfi hjá einstaklingum með ADHD. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur

15:25 – 15:50                 Reynsla stjórnanda.  Sigurjón Sigurðsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri                                                                   

15:50 – 16:00                 Samantekt og málþingsslit                     

Málþingið er hluti af alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði og er lokaviðburður mánaðarins

Staður:              Grand Hótel Reykjavík

Dagsetning:      Föstudagur 1. nóvember 2019

Stund:                Málþingið hefst klukkan 12:00 og stendur til klukkan 16:00

Þátttökugjald:   Fyrir félagsmenn ADHD samtakanna kr. 2.500,-  en 5.000,- kr. fyrir aðra

Skráning:           ADHD.is