Taktu stjórnina! Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Skráningu er að ljúka á hið sívinsæla námskeið ADHD samtakanna, Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 5. nóvember nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!

Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.

Námskeiðið verður eftirtalda daga:

Þriðjudag 5. nóvember kl. 20:00-22:00
Fimmtudag 7. nóvember kl. 20:00-22:00
Þriðjudag 12. nóvember kl. 20:00-22:00
Fimmtudag 14. nóvember kl. 20:00-22:00
Þriðjudag 19. nóvember kl. 20:00-22:00

Nánari upplýsingar um innihald námskeiðsins, þátttökugjöld og fyrirkomulag má nálgast á heimasíðu ADHD samtakanna.


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur
Sími 510 8400 | Kennitala: 570380-0449

Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00

 

Staðsetning

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði