Special Care ráðstefna

Dagana 17. - 18. ágúst n.k. verður ráðstefnan Special Care 2017 haldin í Hörpu. Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum og hins vegar um munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir.

Vakin er athygli á að í tengslum við ráðstefnuna verður haldin vinnustofa (workshop) daginn áður, þann 16. ágúst kl. 13:00 - 16:00 í Hringsal Barnaspítala Hringsins. Vinnustofan er ætluð fagfólki sem vinnur með næringar- og fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum. Aðalgestur er Dr. Charlotte Wright, prófessor í samfélagsbarnalækningum og sérfræðilæknir hjá Royal Hospital for Sick Children í Glasgow. Charlotte er rannsakandi og ráðgefandi sérfræðingur á sviði næringar og vaxtar ungra barna. Vinnustofan fer fram á ensku og meðal umfjöllunarefna eru meðferðarúrræði, fyrirbyggjandi aðgerðir og tilfelli rædd.

Gestir ráðstefnunnar greiða ekki þátttökugjald en gjald fyrir aðra er 7.500 kr. Innifalið er kaffi og léttar veitingar.

Skráning í vinnustofuna fyrir aðra en gesti ráðstefnunnar fer fram hér.