PECS myndrænt boðskiptakerfi grunnnámskeið

PECS grunnnámskeið í febrúar
PECS grunnnámskeið í febrúar

Dagana 12. og 13. febrúar verður haldið námskeið í PECS (Picture Exchange Communication System) sem er myndrænt boðskiptakerfi og óhefðbundin tjáskiptaleið. PECS er þróað af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu þar sem áherslan er á að þjálfa frumkvæði í samskiptum.

Á námskeiðinu verður fjallað um fræðilegan grunn og þær aðferðir sem eru notaðar til að þjálfa stigin sex í PECS.

Kennslan fer fram með fyrirlestri, umræðu og sýnikennslu. Sýnd verða dæmi um PECS þjálfun á myndböndum og þátttakendur fá tækifæri til að æfa grunnatriðin í þjálfunartækninni. Sigrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfi hefur umsjón með  námskeiðinu sem er haldið í Reykjavík ofangreinda daga frá kl. 09:00 - 12:00

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér

Þátttökugjald er 22.000  (foreldri greiðir 15.000).  Innifalið kaffi, meðlæti og námskeiðsgögn.

Skráning með tölvupósti á netfangið: diddakr@internet.is fyrir föstudaginn 1. febrúar