PECS myndrænt boðskiptakerfi - framhaldsnámskeið 31. október 2018

Miðvikudaginn 31. október næst komandi verður haldið framhaldsnámskeið í PECS, myndrænu boðskiptakerfi. Námskeiðið er haldið í Reykjavík frá 09:00-12:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS.

Megin áhersla á þessu námskeiði eru markmið í þjálfuninni og aðferðir við innlögn á seinni stigum PECS og einnig verður kynnt PECS app fyrir iPad.

Sýnd verða dæmi um PECS þjálfun á myndböndum og hugmyndir af ýmiskonar þjálfunargögnum verða kynnt fyrir þátttakendum. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfi. 

Þátttökugjald er 13.000 kr fyrir fagfólk (foreldrar greiða 8.000 kr). Skráning á diddakr@internet.is

Sjá auglýsingu hér.