Námskeið um myndrænt boðskiptakerfi

Námskeið um myndrænt boðskiptakerfið verður haldið í janúar 2020 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á mikilvæga þætti í PECS þjálfun.

Kynnt verða markmið og aðferðir við innlögn á seinni stigum PECS þ.e. stig 4, 5 og 6. Kynnt verður PECS app fyrir Ipad. Þátttakendur æfa sig við notkun setningaborða í hlutverki „barns“ og „viðmælanda“. Rætt verður um skráningar á framvindu PECS þjálfunar og sýnd verða dæmi um PECS þjálfun á myndböndum og hugmyndir af ýmiskonar þjálfunargögnum verða kynnt fyrir þátttakendum.