Námskeið á Akureyri

Í mars verður boðið upp á námskeiðið „AEPS færnimiðað matskerfi“ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið verður 14. og 15. mars 2019 frá 09:00 - 15:00 báða dagana.

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfar við ráðgjöf, þjálfun eða kennslu 0-6 ára barna með þroskafrávik. Sérstaklega er mælt með þessu námskeiði fyrir sérkennslustjóra leikskóla.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • þekki bakgrunn og uppbyggingu AEPS matskerfisins
  • geti lagt það fyrir og nýtt niðurstöður við gerð einstaklingsáætlana og skipulagningu íhlutunar
  • nýti AEPS til að efla samstarf foreldra og fagfólks við að setja markmið og velja leiðir til að auka færni barnsins

Hér má lesa nokkur ummæli frá þátttakendum um námskeiðið:
- frábært verkfæri
- mér fannst námskeiðið í alla staði mjög gott
- mjög hagnýtt námskeið
- mikiil áhersla á verkefnavinnu sem ég tel vera meginkost námskeiðsins

Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu Símenntunar, sjá nánar hér.