BAYLEY-III þroskaprófið

BAYLEY-III þroskaprófið

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er fyrir sálfræðinga sem vinna við frumgreiningar á ungum börnum, t.d. hjá
sveitarfélögum og í heilsugæslu. Bayley-III er þroskapróf og er megintilgangur þess að bera kennsl á
þroskaseinkun hjá ungum börnum á aldrinum 1 til 42 mánaða. Einnig er hægt að nota prófið við mat
á þroskaseinkun hjá leikskólabörnum sem ráða ekki við verkefni WPPSI.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 25 þátttakendur

Lýsing á námskeiði:
Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu prófsins, verklagsreglur, rannsóknir, vinnulag varðandi fyrirlögn prófsins, úrvinnslu og skýrslugerð. Ekki gilda sömu lögmál um prófanir á ungum börnum og eldri og notkun þroskaprófa er ólík notkun hefðbundinna greindarprófa. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að prófinu til að námskeiðið nýtist sem best. Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er 3 klst, fyrirlestrar, umræður og myndbandsáhorf. Seinni hlutinn verður síðan þegar þátttakendur eru búnir að leggja prófið fyrir og vinna úr gögnum. Hópurinn hittist á 2 klst fundi og fer sameiginlega yfir hvernig gekk og hvaða spurningar vöknuðu.

Markmið:
Að þátttakendur geti lagt fyrir Bayley þroskaprófið og túlkað niðurstöður.

Umsjón:
Helga Kristinsdóttir sálfræðingur á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði