Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Ætlað aðstandendum og starfsfólki sem kemur að skipulagningu og framkvæmd heildstæðrar
atferlisíhlutunar fyrir börn með þroskafrávik í leikskólum.
Hámarksfjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 40.
Lýsing:
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri. Ennfremur er fjallað um innihald og áherslur með hliðsjón af getu barnsins, daglega framkvæmd og hlutverk ráðgjafa. Foreldrar koma og segja frá þátttöku sinni í heildstæðri atferlisíhlutun. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum af börnum á mismunandi getustigum.
Markmið að þátttakendur:
• þekki undirstöðuþætti heildstæðrar atferlisíhlutunar
• þekki leiðir til að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun barna með þroskafrávik
• þekki til þeirrar reynslu af skipulagi og framkvæmd atferlisíhlutunar í leikskólum hér á landi
Umsjón, skipulagning og kennsla:
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur, Eva Ýr Heiðberg, atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir, Katrín Sveina Björnsdóttir atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir atferlisfræðingur.