Allt um ástina
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað kennurum og starfsfólki sem kenna á starfsbrautum í framhaldsskóla Hámarksfjöldi þátttakenda
Hámarksfjöldi:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi 15
Lýsing:
Allt um ástina er námskeið ætlað kennurum sem hafa huga á að kenna námsefnið á starfsbrautum í framhaldskólum landsins. Námsefnið spannar 20 kennslustundir (hver kennslustund er 45 mín). Á námskeiðinu verður farið yfir verkefnabók sem skólar sem vilja kenna efnið þurfa sjálfir að kaupa áskrift að. Verkefnabókin byggist á ýmsum verkefnum og gagnvirkum leikjum. Efnistökin í verkefnabókinni fjalla um ástarmálin út frá ýmsum hliðum, samanber hvað er daður, hvernig kynnist maður öðrum með náin sambönd í huga og hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Þá er einnig fjallað um kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma og um muninn á kynlífi og klámi. Einnig er reifaðir þættir um lög og reglur í tengslum við ólögleg sambönd. Þá er fjallað um netið og hvernig megi stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti. Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og verkefnavinnu (úr verkefnabókinni sem ætluð er nemendum) og umræðum.
Markmið:
Efla færni kennara til að kenna námsefnið Allt um ástina.
Umsjón:
María Jónsdóttir félagsráðgjafi Thelma Rún van Erven sálfræðingur
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar:
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið lýkur ? Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið. Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið. Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.
Námskeiðið er 7 kennslustundir.