Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Tákn með tali - (0132 Akureyri)
Staðsetning: Verkmenntaskólinn á Akureyri, Hringteigi 2. Sjá kort hér!
Dagsetning og tími: 7. mars 2023 frá klukkan 09:00-16:00, 8 kennslustundir.
Fagaðili: 28.300.- Aðstandandi: 8.300.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að kynna sér TMT tjáskiptaaðferðina og fjölbreytta notkun hennar. Sérstaklega á það við um starfsfólk leikskóla, grunnskóla og annara stofnana þar sem þörf er á skýru málumhverfi. Ástæður geta til dæmis verið seinkaður málþroski, fötlun eða fjölmenningarlegt málumhverfi.
Lýsing:
TMT er tjáskiptaaðferð sem er ætluð heyrandi fólki, bæði börnum og fullorðnum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. Aðferðin hefur einnig nýst börnum vel sem eru með erlent móðurmál og þurfa að aðlagast nýju málumhverfi. Jafnframt hefur TMT verið notað í auknum mæli til almennrar málörvunar fyrir ung börn bæði hér á landi og erlendis. TMT byggist á því að tákn, látbragð, svipbrigði og bendingar eru notuð á ákveðinn hátt samhliða tali. Tilgangurinn er meðal annars að gera málumhverfið skýrara og auðvelda tjáningu. Bætt tjáning hefur jákvæð áhrif á hegðun og líðan og stuðlar að sterkari sjálfsmynd. Misjafnt er hvenær byrjað er að kenna tákn með tali en í mörgum tilvikum er það notað með börnum allt frá fæðingu.
Fjallað verður um hugmyndafræði TMT. Kennd verða tákn sem nýtast í daglegu starfi með notendum á öllum aldri. Kynntar verða hugmyndir og leiðir til að örva tjáskipti með TMT. Gerðar verða æfingar og verkefni.Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, kennslu tákna, æfingum og verkefnum. Áhersla er á virkni þátttakenda á námskeiðinu og að þeir deili með sér hugmyndum og verkefnum.
Markmið
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að:
- þekkja hugmyndafræðina sem liggur að baki TMT
- hafa umtalsverðan táknafjölda á valdi sínu
- geta notað TMT í starfi
- geta verið sjálfstæðir í vinnubrögðum með TMT.
Umsjón
Sigrún Grendal Magnúsdóttir talmeinafræðingur
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Tákn með tali - grunnnámskeið lýkur 1. mars 2023. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið. Eftir 23. janúar getur fólk skráð sig á biðlista. Haft verður samband við fólk á biðlista með tölvupósti ef það verða laus sæti.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.