Skráning og þjálfun (1221)

Athugið að þetta námskeið er framhald af námskeiðinu
Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og því einungis fyrir fólk sem hefur setið það námskeið. 

Skráning og þjálfun

Staðsetning: Gerðuberg

Dagsetning og tími: 8.desember 2021, klukkan 9:00-12:30

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Ætlað starfsfólki sem starfa við atferlisíhlutun og kennslu með aðgreindum kennsluæfingum í leikskólum og grunnskólum.

Hámarksfjöldi þátttakenda: Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 12.

Lýsing
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir sem notaðar eru í aðgreindum kennsluæfingum í atferlisíhlutun. Þátttakendur læra að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum, skrá upplýsingar og taka saman skráningar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum ásamt verklegum æfingum í að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum  með þroskarfávik.

Markmið

  • Að þátttakendur kunni að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskafrávik
  • Að þátttakendur kunni að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum
  • Að þátttakendur kunni að  skrá og taka saman skráningar
  • Að þátttakendur geti tekið saman upplýsingar fyrir vinnufundi

Óskað er eftir því að þátttakendur komi með sýnar eigin tölvur og heyrnartól, hafi þau tök á því. Vinsamlegast látið vita af því ef þið hafið ekki tök á því.

Lilja Árnadóttir, atferlisráðgjafi
Rakel Rós Auðardóttir Snæbjörnsdóttir, atferlisfræðingur
Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir, atferlisfræðingur
Alexandra Jónsdóttir, atferlisráðgjafi