Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Skráning og þjálfun (0423)
Athugið að þetta námskeið er framhaldsnámskeið af námskeiðinu
Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og því einungis fyrir fólk sem hefur setið það námskeið.
Staðsetning: Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Dagsetning og tími: 17.apríl 2023, klukkan 9:00-12:30
Verð: 6.500 kr.
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Ætlað starfsfólki sem starfa við atferlisíhlutun og kennslu með aðgreindum kennsluæfingum í leikskólum og grunnskólum.
Hámarksfjöldi þátttakenda: Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 12.
Lýsing
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir sem notaðar eru í aðgreindum kennsluæfingum í atferlisíhlutun. Þátttakendur læra að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum, skrá upplýsingar og taka saman skráningar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum ásamt verklegum æfingum í að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskarfávik.
Markmið
- Að þátttakendur kunni að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskafrávik
- Að þátttakendur kunni að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum
- Að þátttakendur kunni að skrá og taka saman skráningar
- Að þátttakendur geti tekið saman upplýsingar fyrir vinnufundi
Óskað er eftir því að þátttakendur komi með sýnar eigin tölvur og heyrnartól, hafi þau tök á því. Vinsamlegast látið vita af því ef þið hafið ekki tök á því.
Umsjón, skipulagning og kennsla:
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur, Eva Ýr Heiðberg, atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir atferlisfræðingur, Katrín Sveina Björnsdóttir atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir atferlisfræðingur.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Skráning og þjálfun lýkur 17. apríl 2023. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið