Skráning og þjálfun (0123)

Athugið að þetta námskeið er framhaldsnámskeið af námskeiðinu Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og því einungis fyrir fólk sem hefur setið það námskeið. 

Staðsetning: Menningarmiðstöðin Gerðubergi

Dagsetning og tími: 30. janúar 2023, klukkan 9:00-12:30

Verð: 6.500 kr. 

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Ætlað starfsfólki sem starfa við atferlisíhlutun og kennslu með aðgreindum kennsluæfingum í leikskólum og grunnskólum.

Hámarksfjöldi þátttakenda: Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 12.

Lýsing
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir sem notaðar eru í aðgreindum kennsluæfingum í atferlisíhlutun. Þátttakendur læra að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum, skrá upplýsingar og taka saman skráningar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum ásamt verklegum æfingum í að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum  með þroskarfávik.

Markmið

  • Að þátttakendur kunni að nota aðgreindar kennsluæfingar í vinnu með börnum með þroskafrávik
  • Að þátttakendur kunni að nota villulaust nám í aðgreindum kennsluæfingum
  • Að þátttakendur kunni að  skrá og taka saman skráningar
  • Að þátttakendur geti tekið saman upplýsingar fyrir vinnufundi

Óskað er eftir því að þátttakendur komi með sýnar eigin tölvur og heyrnartól, hafi þau tök á því. Vinsamlegast látið vita af því ef þið hafið ekki tök á því.

Umsjón, skipulagning og kennsla: 
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur, Eva Ýr Heiðberg, atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir atferlisfræðingur, Katrín Sveina Björnsdóttir atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir atferlisfræðingur. 

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Skráning og þjálfun lýkur 24. janúar 2023. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.

Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið

 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði