Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Skipulögð kennsla - TEACCH (0322)
Staðsetning: Menningarmiðstöðin í Gerðubergi, sjá kort hér.
Dagsetning og tími: 7. - 9. mars 2021 frá klukkan 09:00-16:00 alla dagana. 24 kennslustundir.
Verð: Fagaðili: 54.700.- Aðstandandi: 15.900.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað aðstandendum og fagfólki sem starfar með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum, á sambýlum, eða hvar sem einhverfir einstaklingar búa og starfa.
Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 30.
Lýsing
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH (Treatment and Education of Autistic and related Communication handicapped Children). Á námskeiðinu er kynning á hugmyndafræði TEACCH og Skipulagðrar kennslu. Fjallað verður um hvernig aðferðir Skipulagðrar kennslu taka tillit til þeirrar skerðingar á taugaþroska sem fylgir einhverfu, s.s. skerðing í boðskiptum og félagslegum samskiptum. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Skipt er upp í hópa og útbúin vinnusvæði þar sem þátttakendur fá að æfa sig með nemendum á ólíkum aldri, sem eru öll með einhverfu.
Markmið
Að þátttakendur:
- fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH
- læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og vinnubragða
- geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagsins í skóla, á vinnustað eða heimili einstaklings með einhverfu.
Umsjón:
Helga Kristín Gestsdóttir iðjuþjálfi
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Skipulögð kennsla lýkur 25. febrúar 2022. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.