Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Skimun og frumgreining einhverfu með áherslu á notkun CARS-2-SF. (0622)
Staðsetning: Menningarmiðstöðin í Gerðubergi. Sjá kort hér!
Dagsetning og tími: 10. júní 2022, klukkan 9:00-15:00.
Verð: Fagaðili: 20.500.-
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er eingöngu ætlað fagaðilum sem sinna frumgreiningu á börnum með þroska- og hegðunarfrávik.
Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 20.
Lýsing
Fjallað verður stuttlega um hvernig frávik í þroska og hegðun finnast, hugmyndafræði skimunar, helstu próffræðileg hugtök og um væntanlegar breytingar á greiningarskilmálum einhverfurófsraskana.
Kynnt verða matstæki sem ætluð eru til að skoða einkenni einhverfu, með sérstakri áherslu á Childhood Autism Rating Scale, Second Edition-ST (CARS 2-ST). Farið verður yfir sögu og þróun þessa greiningartækis og notkun CARS 2-ST. Einnig verður CARS 2-HF kynnt lítillega. Námskeið byggist á fyrirlestrum, myndböndum og umræðum.
Markmið
Að þátttakendur:
- geti metið hvaða matstæki er viðeigandi að nota hverju sinni
- dýpki þekkingu sína og færni við notkun matstækja sem ætluð eru til að skoða einkenni á einhverfurófi
- geti notað slík matstæki og túlkað niðurstöður við frumgreiningu á einhverfu
Umsjón
Svandís Ása Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Ráðgjafar- og greiningarstöð.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið lýkur 2. júní 2022 Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.